Árangur - Orðspor - Samvinna

Við sérhæfum okkur í fjárfestingum og stuðningi við stjórnendur, athafnafólk og fyrirtækjaeigendur sem vilja ná því besta út úr sínum rekstri. Það er okkar markmið að hámarka verðmæti fjárfestinga og skila fyrirtækjum af okkur í betra ástandi við sölu og þannig skilja eftir okkur jákvæð fótspor í íslensku viðskiptalífi. Við viljum vera fyrsta val stjórnenda og athafnafólks við val á samstarfsaðila.

Gildi Alfa Framtaks eru árangur, orðspor og samvinna. Við trúum að til þess að skapa jákvætt orðspor og ná hámarksárangri þurfum við að stuðla að ábyrgum fjárfestingum með aðgerðum sem að hafa jákvæðar afleiðingar til langs tíma. Í því felst að starfa í sátt og samlyndi við hagaðila þar með talið hluthafa, starfsmenn, viðskiptavini, birgja, eftirlitsstofnanir og almenning.

Ábyrgar fjárfestingar

Alfa er aðili að PRI (Principles for Responsible Investment) og hefur með því skuldbundið sig opinberlega til þess að innleiða og útfæra reglur PRI um ábyrgar fjárfestingar, þar með talið við skoðun á fjárfestingakostum, á eignarhaldstíma og við upplýsingagjöf til fjárfesta.

Við skoðun á fjárfestingakostum greinum við áhættuþætti sem gætu haft neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins. Við metum vægi þeirra og grípum til  mótaðgerða til að lágmarka líkur á að slík áhætta raungerist. Umhverfis- og félagslegir þættir hafa bein áhrif á langtímaárangur fyrirtækisins. Við útilokum ekki mörg fyrirtæki á þeim forsendum að umhverfis- og félagslegir þættir séu ekki fullnægjandi heldur leggjum frekar okkar af mörkum að fyrirtækin bæti sig á þeim sviðum.

Við trúum á heiðarleg samskipti og gegnsæi í upplýsingagjöf og leggjum okkur fram við að halda hluthöfum og hagaðilum okkar upplýstum um árangur fyrirtækja, þar með talið árangur í umhverfis- og félagslegum þáttum.

Upplýsingagjöf og endurskoðun stefnu

Tilgangur

Stjórn Alfa Framtaks mun endurskoða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og taka hana til endurskoðunar einu sinni á ári. Allar breytingar verða gerðar opinberar á heimasíðu félagsins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á endurskoðun stefnunnar og sér jafnframt til þess að starfsfólk og aðrir hagaðilar séu upplýstir um stefnu Alfa Framtaks í ábyrgum fjárfestingum og hvernig eigi að fylgja henni eftir. Alfa Framtak mun jafnframt upplýsa fjárfesta og aðra hagaðila um árangur og aðgerðir í UFS málum.

 

Alfa Framtak telur að ábyrgar fjárfestingar auki velferð samfélagsins í heild sinni, dragi úr áhættu og auki ávöxtun til lengri tíma. Í stað þess að horfa einungis til þátta sem hámarka beinan fjárhagslegan ávinning, er tekið tillit til umhverfisþátta, félagslegra þátta og stjórnarhátta.

Meginreglur PRI

Meginreglur PRI voru útfærðar af fjárfestum fyrir fjárfesta. Með því að undirrita PRI hefur Alfa Framtak skuldbundið sig til þess að stuðla að sjálfbærara alþjóðlegu fjármálakerfi.

Meginreglurnar

  1. Við munum taka mið af UFS þáttum við greiningu fjárfestingakosta og við ákvarðanatöku.

  2. Við ætlum að vera virkur eigandi sem tekur tillit til UFS bæði í eigendastefnum og verki.

  3. Við munum kalla eftir viðeigandi upplýsingagjöf um UFS frá aðilum sem við fjárfestum í.

  4. Við munum beita okkur fyrir viðurkenningu á og innleiðingu þessara meginreglna í fjárfestingastarfsemi.

  5. Við munum vinna saman að því að efla árangur við innleiðingu meginreglnanna.

  6. Við skilum skýrslum um starfsemi okkar og upplýsingum um árangur við innleiðingu meginreglnanna.

Samþætting UFS þátta við fjárfestingaákvarðanir

Skýrslugerð og gegnsæi

Fjárfestingaferli

Sem meðlimur UN PRI skilar Alfa Framtak árlega skýrslu í samræmi við meginreglur samtakanna. Leitast er við að bæta einkunn Alfa Framtaks á hverju ári og að vera leiðandi afl í ábyrgum fjárfestingum á Íslandi. Alfa Framtak mun einnig leitast við að upplýsa fjárfesta um helstu aðgerðir í hálfsársskýrslum til hluthafa.

Alfa Framtak beitir neikvæðri skimun í ákveðnum tilfellum og útilokar þar með framleiðendur hergagna, félög sem byggja starfsemi sína á framleiðslu tóbaks og rekstur þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt. Horft er til UFS þátta í greiningarferli. Hluti af fjárfestingaferlinu er að framkvæma UFS áreiðanleikakönnun áður en sjóðir í rekstri Alfa Framtaks fjárfesta í tilteknu fyrirtæki.

Eigendastefna

Eftirfylgni

Alfa Framtak leggur áherslu á að samstilla sýn og markmið með stjórnendum svo hægt sé að hámarka ábata allra hagaðila. Með því að styðja við stjórnendur og að besta samsetningu stjórnar má tryggja það að sýninni sé framfylgt og að árangur náist með þeim aðgerðum sem eru kortlagðar.

Meginmarkmið Alfa Framtaks er að stuðla að árangri með aðgerðum í þeim félögum sem sjóðir Alfa Framtaks fjárfesta í. Bæði er horft til fjárhagslegra þátta og UFS þátta. Í kjölfar fjárfestingar mun Alfa Framtak beita sér fyrir aðgerðum með stefnumótun og stjórnarsetu.

UFS og áherslur við kostgæfnisathugun

Eftirfarandi listar gefa hagaðilum hugmynd um hvað Alfa Framtak leggur áherslu á við kostgæfnisathugun á fyrirtækjum þegar kemur að UFS þáttum. Listarnir eru ekki tæmandi.

Stjórnarhættir

• Hefur fyrirtækið sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð/eða ábyrgar fjárfestingar? Hvernig er henni fylgt eftir?

• Hefur fyrirtækið eða stjórn sett sér siðareglur? Eru þær aðgengilegar á heimasíðu fyrirtækisins?

• Hvernig er stefnu um UFS þætti fylgt eftir?

• Hefur stjórn fyrirtækisins sett sér stefnu varðandi góða stjórnarhætti?

• Hvert er kynjahlutfall stjórnarmanna og stjórnenda?

Umhverfisþættir

• Hefur fyrirtækið sett sér umhverfisstefnu? Ef já, hvernig er henni fylgt eftir?

• Flokkar fyrirtækið sorp?

• Setur fyrirtækið sér stefnu um orkunotkun?

• Mælir fyrirtækið umhverfisfótspor í formi koldíoxíðs, rafmagns- eða vatnsnotkunar? Ef svo hver eru þessi gildi?

• Eru einhver umbótaverkefni í gangi eða fullkláruð sem snúa að umhverfismálum?

Félagslegir þættir

• Hver er starfsmannavelta hjá fyrirtækinu?

• Hvert er kynjahlutfall starfsmanna?

• Hefur fyrirtækið fengið jafnlaunavottun eða sett sér jafnlaunastefnu?

• Hvert er hlutfall lausráðinna starfsmanna?

• Hefur fyrirtækið sett sér öryggisstefnu eða mælt slysatíðni?

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.

Alfa Framtak ætlar sér einnig að stuðla að sjálfbærni og bættum lífsskilyrðum. Fyrirtækið telur að hægt sé að hafa áhrif á flest markmiðin, en mun sérstaklega beita sér fyrir markmiðum 3, 5, 8, 9, 12, og 13. Jafnframt eru sérstök markmið valin fyrir hvert fyrirtæki sem fjárfest er í.

Samtök um ábyrgar fjárfestingar

Samtök Íslands um ábyrgar fjárfestingar (IcelandSIF) var stofnsett 13. nóvember 2017. Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga. Samtökunum er ætlað að vera óháður vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um ábyrgar og sjálfbærar fjárfestingar. Alfa Framtak varð meðlimur árið 2021.

Samstarf við Háskólann í Reykjavík

Alfa Framtak leggur áherslu á að veita háskólanemum og ungu fólki tækifæri. Markmið starfsnáms okkar er að hjálpa nemendum að öðlast reynslu á vinnumarkaði ásamt því að auðga nám þeirra. Frá árinu 2015 hefur Alfa Framtak verið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og boðið upp á starfsnám fyrir nemendur við verkfræði- og viðskiptadeild.