Hjá fyrirtækjum í meirihlutaeigu Íslenskrar fjárfestingar starfa um 894 manns (eða um 672 FTE). Hjá móðurfélaginu starfa tíu manns sem sinna fjárfestingum, þróun verkefna, fjármálastjórnun og utanumhaldi.
Arnar er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Arnar hefur starfað um langt árabil í ferðageiranum, hvort tveggja á Íslandi og erlendis. Arnar hefur verið stjórnarformaður Íslenskra fasteigna ehf. í 12 ár. Hann hefur jafnframt verið stjórnarformaður Kilroy International frá 2007 og stjórnarformaður Íslenskrar fjárfestingar ehf. frá 1999. Áður starfaði Arnar m.a. sem framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá KILROY, aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Atlanta og stjórnarformaður CAOZ. Arnar er fæddur 1964.
arnar@ip.is
Þórir er byggingaverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Þórir hefur starfað í ferðageiranum, heilbrigðisgeiranum og fasteignageiranum í 19 ár. Hann sat í átta ár í stjórn Landspítala háskólasjúkrahúss og hefur setið í opinberum nefndum á heilbrigðissviði, svo sem nefnd um byggingu á nýju húsnæði fyrir Landspítala háskólasjúkrahúss. Þórir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskrar fjárfestingar frá 1999. Áður en Þórir kom að stofnun Íslenskrar fjárfestingar ehf. starfaði hann hjá Icelandair, Icelandspring og Philips. Þórir er fæddur 1969.
thorir@ip.is
Einar er framkvæmdastjóri fjárfestinga og þróunar. Einar hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði en frá árinu 2005 hefur hann starfað hjá Straumi Fjárfestingabanka, H.F. Verðbréfum, Kalan Capital Reykjavík og Deutsche Bank. Einar er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MBA gráðu frá IESE Business School í Barcelona. Hann hefur jafnframt lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.
einar@ip.is
Fjármálastjóri Íslenskrar fjárfestingar ehf. er Linda Metúsalemsdóttir. Linda hefur yfir 20 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, einkum á sviði fjár- og uppgjörsmála. Hún var áður fjármálastjóri Thule Investments og starfaði þar áður hjá SP-Fjármögnun og Fjárfestingarfélagi Íslands.
linda@ip.is
Björn er lögmaður (hdl.) og verkefnastjóri. Hann hefur áður starfað hjá Legis - lögfræðistofu, Thule Investments, Lögfræðistofu Gunnars Thoroddsen og við eigin rekstur. Björn er með BA gráðu og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og er með réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi.
bjorn@ip.is
Marta GunnarsdóttirBókhaldsfulltrúimarta@ip.is5141454
Borghildur ÞorbjargardóttirBókhaldborghildur@ip.is5141479
Lilja Karen ÞrastardóttirGjaldkeri/Móttakalilja@ip.is5141471
Sigríður Rósa KristinsdóttirLaunafulltrúisiggarosa@ip.is5141478