Leitar Capital Partners er rekstraraðili sérhæfðra sjóða með áherslu á fjárfestingar í ungum og verðandi leiðtogum í íslensku atvinnulífi.

Leitar

Við fjárfestum í ungum einstaklingum og styðjum þá við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt á litlu til meðalstóru fyrirtæki. Markmið okkar er að búa til nýjan eftirsóknarverðan valkost fyrir ungt og öflugt fólk sem hefur áhuga að verða frumkvöðlar, leiðtogar og að byggja upp góð og arðsöm fyrirtæki. Við ætlum að búa til næstu kynslóð atvinnurekenda og framtíðarfjárfesta.

Teymið á bak við Leitar býr yfir reynslu og þekkingu af rekstri og fjárfestingum í stórum sem smáum fyrirtækjum og úr ólíkum áttum. Að fjárfestingum félagsins kemur breiður hópur öflugra fjárfesta og rekstraraðila sem hafa áhuga að gefa til baka, að skapa og miðla þekkingu til næstu kynslóða og leiðbeina þeim við rekstur á eigin fyrirtæki.

d

Fjárfestar

Leitar býður fjárfestum upp á nýjan og sérhæfðan fjárfestingarkost. Fjárfestingar í leitarsjóðum hafa skilað umfram 30% nafnávöxtun (IRR) yfir langt tímabil, hafa litla fylgni við hefðbundnar fjárfestingar og skila áhættudreifingu inn í eignasöfn fjárfesta.

Frumkvöðlar

Leitar fjárfestir í ungum frumkvöðlum og vonarstjörnum sem hafa hugrekki og drifkraft til að kaupa fyrirtæki og leiða umbreytingu og vöxt þess þar til það er selt aftur. Hagsmunir þeirra eru settir saman með Leitar í gegnum eignarhald og frekari hagnaðarvon ef vel gengur.

d

Leita í verlun