Leitar

Leitar Capital Partners er óháður rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Fyrirtækið leggur áherslu á fjárfestingar í og stuðning við unga frumkvöðla við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt og umbreytingu á litlu til meðalstóru fyrirtæki (“SMEs”). Leitar Capital Partners starfar samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.

Félagið mun vinna eftir leitarsjóðamódelinu (e. “Search Funds”) en á undanförnum árum hefur það orðið einn eftirsóttasti valkostur MBA útskriftarnema úr bestu háskólum heims og hefur leitarsjóðum því fjölgað mikið á sama tíma. Módelið gengur út á að sameina orku og metnað ungra einstaklinga sem hafa trú á eigin getu með reynslu og þekkingu fjárfesta. 

leitar

Leitarsjóður er heiti yfir einkahlutafélag (“SPV”) sem er stofnað utan um ungan einstakling og leit hans að fyrirtæki til að kaupa, reka í gegnum vöxt og umbreytingu þar til ákvörðun er tekin að selja aftur. Fjárfestar fjármagna leitina (laun og annan kostnað) og útvega fjármagn til kaupa á fyrirtæki.. 

Leit að fyrirtæki tekur að jafnaði 12-18 mánuði og við kaup á fyrirtæki tekur frumkvöðullinn við sem framkvæmdastjóri og fær eignarhlut í fyrirtækinu sem getur aukist í takt við árangur og ávöxtun fjárfesta. Við kaupin er ný stjórn í fyrirtækinu mynduð af fjárfestum sem mun styðja og leiðbeina framkvæmdastjóranum að ná settum markmiðum þar til fyrirtækið er selt aftur, venjulega 5-7 árum frá kaupum.

Markmið Leitar Capital Partners er að búa til eftirsóttan valkost fyrir framúrskarandi ungt fólk og stökkpall út í stjórnendastöður í íslensku atvinnulífi á sama tíma og bjóða fjárfestum upp á nýjan og sérhæfðan fjárfestingarkost sem hefur skilað sögulega hárri ávöxtun, litla fylgni við aðra hefðbundnari eignaflokka og skilar áhættudreifingu inn í eignasöfn.

Langtímahugsun Leitar Capital Partners er að sameina krafta ungra og metnaðarfullra frumkvöðla við reynslu og þekkingu öflugra fjárfesta með kaupum á góðu fyrirtæki sem hefur tækifæri til vaxtar.

Félagið áætlar að fjármagna og styðja 2-3 frumkvöðla á ári við að finna fyrirtæki til þess að kaupa, reka og selja. Að Leitar koma reynslumiklir stjórnendur og fjárfestar sem munu vinna náið með félaginu og frumkvöðlum við leit að fyrirtækjum og síðar við rekstur, ýmist í gegnum ráðgjafaráð og/eða stjórnarsetu í keyptum fyrirtækjum.

Leita í verlun