Leitarsjóðir

Leitarsjóðir (e. search funds) eru félög utan um unga frumkvöðla/leitara sem safna fjármagni frá fjárfestum til að fjármagna leit og kaup á fyrirtæki. Leitarsjóðaformið á uppruna sinn að rekja aftur til 1984 þegar prófessor og fyrrum nemendur við viðskiptaháskólann Stanford studdi og fjármagnaði leit nemanda að fyrirtæki til að kaupa og reka, í stað þess að stofna fyrirtæki frá grunni (eða hugmynd).


Ferlið hefst venjulega á því að frumkvöðullinn finnur sækir sér fjármagn til að kosta leit sína að fyrirtæki. Leitin getur tekið 12-24 mánuði þar sem frumkvöðullinn, í samvinnu með ráðgjöfum, skoðar markaði og fyrirtæki sem upphaflega voru ekki til sölu. Fjárfestingarstefna leitasjóða er að finna og kaupa lítil til meðalstór fyrirtæki sem hafa möguleika á að vaxa. Þegar rétta fyrirtækið finnst er fjárfestingin kynnt fyrir fjárfestum.


Eftir árangursríka leit og kaup á fyrirtæki, tekur frumkvöðullinn við sem framkvæmdastjóri og eignast hlut í fyrirtækinu. Ný stjórn er skipuð af reynslumiklum fjárfestum og öðrum ráðgjöfum sem saman vinna að umbreytingu og vexti fyrirtækisins þar til ákvörðun er tekin um að selja fyrirtækið. Við söluna þá fá fjárfestar fyrst fjárfestinguna sína til baka ásamt forgangsávöxtun en síðan skipta frumkvöðullinn og fjárfestar hagnaðinum sem tekur mið af ávöxtun hverju sinni.


Leitarsjóðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum enda hafa fjárfestingar í leitarsjóðum skilað fjárfestum góðri ávöxtun (>30% IRR) sem og frumkvöðlum ásamt því að stökkpallur fyrir ungt fólk í áhrifastöður í atvinnulífinu.

Leita í verlun