Leitar Capital Partners er óháður rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Fyrirtækið leggur áherslu á fjárfestingar í leitarsjóðum (e. search funds) þar sem það styður unga frumkvöðla við að finna, fjárfesta í og leiða vöxt og umbreytingu á litlu til meðalstóru fyrirtæki (SME). Leitar Capital Partners starfar samkvæmt lögum um rekstraraðila sérhæfðra sjóða nr. 45/2020.
Markmið Leitar Capital Partners er að búa til eftirsóttan valkost fyrir framúrskarandi ungt fólk og stökkpall út í stjórnendastöður í íslensku atvinnulífi á sama tíma og bjóða fjárfestum upp á nýjan og sérhæfðan fjárfestingarkost sem hefur skilað sögulega hárri ávöxtun, litla fylgni við aðra hefðbundnari eignaflokka og skilar áhættudreifingu inn í eignasöfn.
Langtímahugsun Leitar Capital Partners er að sameina krafta ungra og metnaðarfullra frumkvöðla við reynslu og þekkingu öflugra fjárfesta með kaupum á góðu fyrirtæki sem hefur tækifæri til vaxtar.
Félagið áætlar að fjármagna og styðja 3-4 frumkvöðla á ári við að finna fyrirtæki til þess að kaupa, reka og selja. Að Leitar koma reynslumiklir stjórnendur og fjársterkir fjárfestar sem munu vinna náið með félaginu og frumkvöðlum við leit að fyrirtækjum og síðar við rekstur, ýmist í gegnum ráðgjafaráð og/eða stjórnarsetu í keyptum fyrirtækjum.