Vilja fjárfesta í ungu fólki

„Við erum að gefa ungu fólki tæki­færi að fara aðra leið held­ur en að fara að vinna hjá stór­fyr­ir­tækj­um eða fara í „start up“. Við gef­um ungu fólki tæki­færi á að koma með okk­ur og kaupa fyr­ir­tæki,“ seg­ir Þórir Kjart­ans­son í sam­tali við mbl.is um starf­semi nýja fjár­fest­ing­ar­sjóðsins Leit­ar Capital Partners.

Þórir sit­ur í stjórn fjár­fest­ing­ar­sjóðsins sem er fyrst­ur sinn­ar teg­und­ar á Íslandi en um er að ræða nýtt fé­lag sem mun leggja áherslu á að fjár­festa í ungu fólki og styðja það við að finna fyr­ir­tæki til að kaupa og reka, svo­kallaður leit­ar­sjóður. 

Leit­ar Capital Partners verður skráður rekstr­araðili sér­hæfðra sjóða en að fyrsta sjóðnum koma rekstr­araðilar og einka­fjár­fest­ar ásamt Ari­on banka og Vís. Leiðandi fjár­fest­ar í verk­efn­inu eru Íslensk fjár­fest­ing og Birg­ir Örn Birg­is­son, sem er jafn­framt stjórn­ar­formaður nýja fjár­fest­ing­ar­sjóðsins. 

Vilja fólk með metnað og kraft

„Við erum að leita að fólki sem hef­ur mik­inn kraft og mik­inn metnað. Þetta krefst mik­ils aga því við erum að fara að leita að því að kaupa fyr­ir­tæki sem eru ekki beint til sölu held­ur erum við að leita að fyr­ir­tæki þar sem eru kyn­slóðaskipti framund­an. Þetta verður aðeins öðru­vísi því þarna fær ungt fólk tæki­færi á að kaupa fyr­ir­tæki sem er í sjálfu sér í góðum rekstri en sér ein­hver tæki­færi að stækka fyr­ir­tækið og taka það á nýj­ar slóðir.“

Að sögn Þóris er gert ráð fyr­ir að sjóður­inn fjár­festi í þrem­ur ein­stak­ling­um á hverju ári.

Hvaða kröf­ur gerið þið til þeirra?

„Við erum að tala um ungt fólk sem er kannski búið með MBA nám eða annað hliðstætt og kannski með fimm ára starfs­reynslu að meðaltali. Þannig fólk kannski um þrítugt.“

Próf­skír­teini og starfs­reynsla duga þó ekki ein og sér en að sögn Þóris þurfa ein­stak­ling­arn­ir einnig að búa yfir krafti, metnaði og síðast en ekki síst aga. 

„Þetta get­ur verið mjög erfitt. Þú get­ur fengið mikið af nei-um. Við erum að reikna með því að það taki hvern ein­stak­ling kannski eitt ár að finna fyr­ir­tæki. Það þarf mik­inn aga og mik­inn dugnað til að kom­ast í gegn­um þetta allt sam­an.“

Og þið hafið fulla trú á ung­um Íslend­ing­um?

„Já eng­in spurn­ing.“

Vilja fyr­ir­tæki í góðum rekstri

Að sögn Þóris gæti tekið um ár fyr­ir hvern ein­stak­ling að finna fyr­ir­tæki sem hægt verður að kaupa enda ekki hvaða fyr­ir­tæki sem er sem mæta kröf­um fjár­fest­ing­ar­sjóðsins. Er þá fyrst og fremst verið að horfa til fyr­ir­tækja sem þarf í raun ekki auka­leg­ar fjár­fest­ing­ar í, eru í góðum rekstri og með mik­inn hagnað, en búa jafn­framt yfir tæki­fær­um til að vaxa.

„Við erum ekki að taka við fyr­ir­tækj­um sem eru í slæm­um mál­um. Það sem við erum að fara að gera er að hjálpa þess­um unga ein­stak­lingi að taka fyr­ir­tækið á næsta stig sem get­ur verið mik­ill vöxt­ur til margra ára. Finna eitt­hvað nýtt sem hægt er að gera með fyr­ir­tækið sem annað hvort þeir sem eru með fyr­ir­tækið í dag hafa ekki getu til að gera eða hafa ákveðið að fara ekki í þá átt.“

Leita í verlun